Félagar í HRFÍ óska eftir félagsfundi varðandi málefni félagsins
Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15
108 Reykjavík
Beiðni um félagsfund
Undirritaðir félagsmenn HRFI óska hér með eftir almennum félagsfundi í samræmi við lög félagsins:
III. Félagsfundir 7. Félagsfundir HRFÍ hafa æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í apríl eða maí ár hvert. Til aðalfundar skal boða með auglýsingu í a.m.k. einu dagblaði og á heimasíðu félagsins með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina dagskrá fundarins. Félagsfundi skal halda: a) Ef endurskoðendur kjörnir á aðalfundi fara fram á það. b) Ef meira en 1/10 hluti félagsmanna óska þess. c) Ef stjórn HRFÍ telur sérstaka ástæðu til þess. Krafa um félagsfund skal vera skrifleg, stíluð á stjórn HRFÍ og í henni skal greina frá hvaða mál fundurinn á að fjalla um.
Félagsfund skal halda innan 15 daga frá því að krafa berst stjórn HRFÍ.
Stjórn HRFÍ ákveður fundartíma og fundarstað. Félagsfund skal boða með sama hætti og aðalfund. Í fundarboði skal tilgreina dagskrá fundarins og tilefni.
Dagskrá:
Almennt um málefni félagsins.
Reykjavík . 07 nóvember 2016
Félagar í HRFÍ Contact the author of the petition
Announcement from the administrator of this websiteWe have closed this petition and we have removed signatories' personal information.European Union's General Data Protection Regulation (GDPR) requires a legitimate reason for storing personal information and that the information be stored for the shortest time possible. |