Við mótmælum sýningu Mike Tyson á Íslandi

Hrefna Svanborgar Karlsdóttir

/ #19 Re: Undirskirftasöfnun til höfuðs réttarríki?

2015-07-05 17:28

#11: H.V. - Undirskirftasöfnun til höfuðs réttarríki? 

Varðandi fyrra atriðið vil ég ítreka það sem kemur fram í athugasemd #15 en það er að Tyson hefur aldrei tekið ábyrgð á gjörðum sínum, hann gerir ítrekað lítið úr ofbeldinu og talar niður til kvenna trekk í trekk. Orðræðan sem hann viðhefur um konur er í raun næg ástæða til þess að mótmæla sýningu hans, svipað og komu Franklins Graham á Hátíð vonar fyrir um tveimur árum var mótmælt vegna viðhorfa hans og áróðurs gegn samkynhneigðum. Því miður er það einnig þannig að fangelsisvist jafngildir ekki betrun þó kerfið sé ætlað til þess. Betrun hlýtur að fela í sér iðrun og vilja til að breyta rétt. Því miður hefur Tyson lítið breyst síðan á upphafi feril síns hvað varðar viðhorf hans til kvenna. Varðandi það hvaða skilaboð listinn sendir til fólks þá tel ég að þau séu á þá leið að hver og einn verður að taka ábyrgð á því ef hann fremur kynferðisbrot. 

Ferðafrelsi einstaklings (atriði númer tvö) kemur því lítið við hvort það þykir heppilegt að Tyson fái að halda sýningu sína hér eða ekki. Hann getur ferðast eins og hann vill um allt land en þessi listi snýst um að upphefja ekki einstakling sem sýnir óásættanlega hegðun sem felst í því að niðurlægja konur og að taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum.